Hvatningarverðlaun FÍKNF 2009 fóru til Ritu Didriksen og Grunnskólans austan Vatna

Vel heppnuðu málþingi FÍKNF lauk í Odda 101 í Háskóla Íslands lauk kl rúmlega fjögur í dag 3.apríl 2009.

Björg Pétursdóttir sérfræðingur í Menntamálaráðuneyti sagði frá breytingum á námskrá framhaldsskóla og nýrri hugsun sem liggur þar að baki.

Örn Daníel Jónsson prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands velti vöngum yfir því hvort betra væri að gera ekkert eða gera eitthað við þær aðstæður sem ríkja nú í dag og komst að því að við ættum að gera eitthvað.

Svanborg R. Jónsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ skilgreindi nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og taldi slíkt námsframboð vera eitt af því sem nemendur 21.aldarinnar þurfa að eiga kost á.

Rita Didriksen sagði frá nýsköpunarmennt í Grunnskólanum austan Vatna en þar fá nemendur þjálfun í grunnfærni nýsköpunarmenntar og þegar þau koma í efri bekki að nýta þá færni í frumkvöðlamenntaverkefnum svo sem "reyklaus", "kaffihúsið" og "Verðmætasköpun í héraði". Rita kynnti m.a. nýsköpun í Íslensku sem er orðið "staðarstolt" sem hún skapaði sjálf en það er ein af áherslum frumkvöðlaáfanganna í skólanum.

Formaður félagsins og meðstjórnandi Svanborg R. Jónsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir afhentu hvatningarverðlaun FÍKNF sem að þessu sinni voru veitt Ritu Didriksen og Grunnskólanum austan Vatna. Rita og skólastjóri skólans Jóhann Bjarnason tóku við hvatningarverðlaununum á málþinginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband