Í hvaða framhaldsskólum er frumkvöðlafræði kennd á þessari önn?

Á síðasta stjórnarfundi FÍKNF sem haldinn var 7. janúar sagði einn stjórnarmaður frá upphringingu kennara sem var að fara að kenna frumkvöðlafræðslu í framhaldsskóla. Hann spurði hvar á landinu væri verið að kenna fagið á þessari önn en meintur stjórnarmaður vissi hreinlega ekki svarið. Í tengslum við þessa fyrirspurn datt okkur í stjórn FÍKNF að það þyrfti að vera til gagnvirk fréttaveita sem segði frá hvað væri að gerast í nýsköpunar- og frumkvöðlamálum í skólakerfinu. Ákveðið var að FÍKNF héldi vefdagbók þar sem áhugasamir félagsmenn gætu tekið þátt í umræðu, sagt frá því hvað væri að gerast hjá sér í kennslunni og jafnvel sýnt ljósmyndir af starfinu. FÍKNF vill styðja á bak við þá nýsköpunar- og frumkvöðlakennara sem eru að gera góða hluti og skapa grundvöll fyrir því að þeir deili með sér þeirri þekkingu og þeirri reynslu sem safnast hefur upp í greininni (knowledge sharing).

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu (FAS)

 Í byrjun þessa árs var farið af stað með kennslu í Frumkvöðlafræði FRU173, sem er í raun sambærilegt við FRU103. Þetta er 3ja eininga áfangi. Kennslubók er "Frumkvöðlafræði, Að stofna og reka lítil fyrirtæki" skrifuð af Steve Mariotti og Tony Towle. Stefnan er að komsat yfir 28 fyrstu kaflana í þessum áfanga. Kenndar eru 4 klukkustundir í viku. Auk yfirferðar á kennslubók verður unnið að verkefnum, sem felast í hugarflugsfundum þar sem hugmyndir verða til, úrvinnslu eða síun hugmynda og loks vali á einni hugmynd, sem viðskiptaáætlun verður skrifuð um.

Finnar eru mun framar en við Íslendingar á sviði frumkvöðlafræði. Þess urðum við tveir kennarar frá FAS vör, er við fórum í heimsókn til Helsinki síðastliðið haust. Þar var haldin ráðstefna framhaldsskólakennara um frumkvöðlafræði. Markmið ráðstefnunnar var að koma á samstarfi norðurlandanna á þessu sviði. Í Finnlandi hefst frumkvöðlafræðin þegar í grunnskólanum. Frumkvöðlafræðin á fyrstu stigunum felst í því að gera börnin sjálfstæðari og ábyrgari. Þeim er kennt um pening, hvaðan þeir koma og til hvers þeir eru notaðir. Þeim er sagt frá þeim reikningum, sem heimili þarf að greiða. Smám saman er farið að fjalla um litlar rekstrareiningar og á unglingsárum fá þau að stofna eigið fyrirtæki.

Nú er verið að vinna í því að sækja um pening til Evrópusambandsins um samstarf FAS og framhaldsskóla í Finnlandi. Ef styrkurinn fæst og af samstarfinu verður, reiknum við með, að hægt verði að fara af stað næsta haust.

Steindór Tryggvason, framhaldsskólakennari

Steindór Tryggvason (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband