Hönnunarkeppni um einkennismerki (logo) Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FÍKNF)

 FÍKNF stendur fyrir hönnunarkeppni um merki félagsins. Þar sem ekki er víst að félagið heiti alla tíð þessu nafni þá á merkið að standa sjálfstætt án stafanna en að vera þannig að það heiti sem félagið ber (eða skammstöfun) geti staðið neðanvið eða við hlið einkennismerkisins.

Nemendur grunnskóla og framhaldsskóla eru hvattir til að taka þátt í keppninni og kennarar eru hvattir til að styðja nemendur í skapandi vinnu við að hanna merki fyrir Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Skila má tillögum í tölvutæku formi í jpg. formi eða tiff. Hámarksstærð viðhengis er 1M. Einnig má skanna handgerðar teikningar og senda sem viðhengi.

Verðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn en auk heiðursskjals verða veittar  kr 25 þúsund í verðlaun fyrir það merki sem verður fyrir valinu. Tillögum í keppnina skal skila sem viðhengi í tölvupósti til robert hjá fa.is  og skal koma fram í bréfinu nafn/nöfn nemenda (höfunda/r), skóli og hver sér um samskipti vegna úrslita. Áður en dómendur fá tillögur í hendur verða nöfn aðskilin frá tillögum til að tryggja hlutleysi í mati.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband