Vel heppnuð ráðstefna FÍKNF

Félag íslenskra kennara í frumkvöðla- og nýsköpunarmenntunar hélt sínu árlegu ráðstefnu þann 23. mars sl. og þótti vel til takast.  Ólafur Proppe rektor Kennaraháskólans reið á vaðið og setti ráðstefnuna með fróðlegu erindi um þýðingu menntunar í nýsköpunarstarfi. Fundastjórn var í höndum formanns FÍKNF Svanborgu R. Jónsdóttur en í kynningum hennar voru ansi fróðlegar upplýsingar um menntunar bakgrunn ræðumanna og stjörnumerki svo fátt eitt sem sé nefnt (sjá hér).

 Proppe

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra stigu saman í pontu en ávarpi Þorgerðar var flýtt þar sem hún þurfti að fara á áríðandi fund til Víkur í Mýrdal.

 Thorgerdur

Að lokinni þessum erindum var kennslubókin Tíra afhent Ólafi, Kristínu og Þorgerði en sú bók er ætluð til kennslu í frumkvöðla- og nýsköpunarmenntar í grunn- og framhaldsskólum.

 +Málþing FÍKNF 021

Jón Hördal hélt síðan áhugavert erindi um skólakerfi í sýndarveraleika en hugmyndir hafa vaknað að stofna skóla í tölvuleiknum Eve-online. Margvísleg starfsemi er stunduð í þessum sýndarveruleika leikendur leikjarins Eve-online hafa stofnað með sér samfél og hittast utan hans í "kjötheimum" ásamt því að stofna hefur verið til rekstrar þar sem boðið er upp á raunveruleg verðmæti sem flýta fyrir framgangi þeirra sem spila í leiknum. Það er hægt að stunda margvíslegar athuganir og rannsóknir í tengslu við skólastarf. Jón Hördal reifaði einnig þá möguleika að stofna til rekstrar í tengslum við Eve-online þar sem hægt er stunda viðskipti í heimi sem er "nógu raunverulegur".

 hordal

Róbert Ferdinandsson og Daníel Örn Jónsson skýrðu starfsemi FÍKNF og svo var tekinn góður kaffitími þar sem fólk skiptist á skoðunum. Þátttakendur skiptu sér síðan niður á þær málstofur sem voru í boði. Að málstofunum loknum voru bornar fram dýrindis veitingar í boði Menntamálaráðuneytisins og FÍKNF.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband