25.5.2007 | 11:03
Niðurstöður úr málstofum
Málstofa A
Í málstofu A var þeirri spurningu velt upp hvort FÍKNF skildi veita hvatningarverðlaun í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Það er hlutverk FÍKNF að veita því sem vel er gert í frumkvöðla- og nýsköpunarmennt eftirtekt en verðlaun sem þessi gætu stuðlað að því.
Rætt var um það hverjir ættu að fá nýsköpunar- og frumkvöðlaverðlaun FÍKNF og hvaða kvarðar skyldu liggja að baki? Þú hugmynd var reifuð að verðlaunin væru veitt kennurum og yrði skipt í þrjá flokka: Einn ætlaður þeim sem hafa siglt á móti straumnum og reynt, annar til þeirra sem eru komnir á skrið og þriðji til þeirra sem hafa slegið í gegn, leiða vagninn og eru verðugar fyrirmyndir fyrir þá sem vilja feta í fótsporin. Skólayfirvöld eða skólar gætu einnig verið útnefndir til þessara verðlauna en þá væri áhersla lögð á þá jákvæðu menningu sem styður við bakið á kennslu í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Þarna væri hægt að taka hlutlæga mælikvarta til viðmiðunar eins og hversu margar kennslustundir á viku sé ráðstafað í greinina, hvaða þróunarvinnu eða sérverkefni hefur skólinn lagt út í, hvaða verkefni hefur skólinn tekið þátt í, hvernig styður skólanámsskráin á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlamennt o.s.frv.
Það kom fram að verðlaunin skyldu ná til allra skólastiga. Skólar yrðu að sækjast um tilnefningu og meta sig eftir þeim kvörðum sem settir yrðu upp.
Hilmar Friðjónsson leiddi málstofuna en hann er kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefur kennt þar frumkvöðlafræði með góðum árangri. Á vorönn 2006 fékk hópur sem hann kenndi í samstarfi við Junior Achievement á Íslandi verðlaun fyrir besta fyrirtækið en það framtak rataði í Kastljósþátt Ríkissjónvarpsins.
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er frábært að til skuli vera félagsskapur sem þessi. Ég hef kennt frumkvöðlafræði við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og hafði mjög gaman af því. Ég lét ekki sitja við orðin tóm, heldur stofnaði til reksturs í anda þeirra fræða, sem Steve Mariotti kennir í bókinn "Frumkvöðlafræði, Hvernig á að stofna og reka smáfyrirtæki". Nú er ég að hefja ökukennslu.
Steindór Tryggvason, 1.6.2007 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.