5.6.2007 | 18:14
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2007 - fyrsta val hugmynda
Í dag fór fram fyrsta val á þeim hugmyndum sem nemendur sendu inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Unnið var í hópastarfi við að meta þær 3000 hugmyndir sem bárust keppninni og oft reyndist erfitt að gera upp á milli. FÍKNF skaffaði tvo fulltrúa í starfshópinn sem vann sleitulaust frá 13-17 í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 við að flokka, telja og velja úr. Vert er að geta þess að Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FÍKNF) og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) hafa gert með sér samstarfssaming sem skuldbindur FÍKNF til að útvega mannskap í þá ærnu vinnu sem fylgir keppni sem þessari. Í dag var saman komið fólk af ólíkum skólastigum, þ.e. grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en Háskólinn í Reykjavík er meðal þeirra aðila sem standa á bak við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár. Segja má að fundur okkar í dag sé kjörinn vettvangur fyrir kennara af ólíkum skólastigum til að hittast og starfa saman. Á myndinni í fremri röð f.v. er: Svanborg Jónsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir, Hildur Tryggvadóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir. Í aftari röð f.v. er: Guðvarður Halldórsson, Rósa Gunnarsdóttir, Gestur Gunnarsson, Halldór Svavarsson, Róbert Ferdinandsson, Leifur Þorleifsson, Ólafur Sveinn Jóhannesson og Ágúst Valfells.
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.