Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2007 - fyrsta val hugmynda

Hópmynd2Í dag fór fram fyrsta val á þeim hugmyndum sem nemendur sendu inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Unnið var í hópastarfi við að meta þær 3000 hugmyndir sem bárust keppninni og oft reyndist erfitt að gera upp á milli. FÍKNF skaffaði tvo fulltrúa í starfshópinn sem vann sleitulaust frá 13-17 í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 við að flokka, telja og velja úr. Vert er að geta þess að Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FÍKNF) og Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) hafa gert með sér samstarfssaming sem skuldbindur FÍKNF til að útvega mannskap í þá ærnu vinnu sem fylgir keppni sem þessari. Í dag var saman komið fólk af ólíkum skólastigum, þ.e. grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en Háskólinn í Reykjavík er meðal þeirra aðila sem standa á bak við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár. Segja má að fundur okkar í dag sé kjörinn vettvangur fyrir kennara af ólíkum skólastigum til að hittast og starfa saman. Á myndinni í fremri röð f.v. er: Svanborg Jónsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir, Hildur Tryggvadóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir. Í aftari röð f.v. er: Guðvarður Halldórsson, Rósa Gunnarsdóttir, Gestur Gunnarsson, Halldór Svavarsson, Róbert Ferdinandsson, Leifur Þorleifsson, Ólafur Sveinn Jóhannesson og Ágúst Valfells.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband