21.6.2007 | 16:10
Tíran - námskeið
Dagana 20. til 22 júní var námskeið fyrir grunn- og framhaldsskólakennara þar sem þeir kynntu sér nýtt námsefni í frumkvöðla- og nýsköpunarmennt, þ.e. kennslubókina Tíran. Höfundar bókarinnar Svanborg R Jónsdóttir, Örn Daníel Jónsson og Rósa Gunnarstóttir stóðu fyrir námskeiðinu sem var haldið í boði Viðskipta- og Hagfræðideildar Háskóla Íslands. Þátttakendur komu frá Grunnskólanum í Mýrdalshreppi, Njarðvíkurskóla, Hallormstaðarskóla, Menntaskólanum í Kópavogi og Fjölbrautarskólanum við Ármúla.
Skipulega var farið í hvern kafla bókarinnar og áherslur hennar skýrðar ásamt því sem verkefni voru unnin. Hér er Örn Daníel Jónsonað flytja fyrirlestur sinn um sviðsmyndagreiningu en hún var túlkuð á ansi skemmtilegan hátt af einum þátttakenda sem ferð til fyrirheitnalandsins.
Í lok námseiðsins fluttu þátttakendur stutta kynningu á námsáætlunum sem þeir ætla að styðjast við í nýsköpunar- og frumkvöðlakennslu sinni næsta vetur. Gert er ráð fyrir skólaheimsóknum á vegum þess hóps sem hittist á námskeiðinu og er markmið þeirra að vekja athygli á þessum málum í skólakerfinu.
Glaðbeittur hópurinn stillti sér upp fyrir aftan uppáhalds bollana sína í lok námskeiðs .
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.