13.8.2007 | 09:40
Fyrsti stjórnarfundur KVENN
Fimmtudaginn 9. ágúst var fyrsti stjórnarfundur nýstofnað félags uppfinninga og frumkvöðlakvenna sem kallast KVENN. Fundur var haldinn á Kaffi Krús á Selfossi.
Stjórn frá vinstri: Þuríður Guðmundsdóttir uppfinningakona hönnuður MOA og TÆR snyrtivaranna, María Ragnarsdóttir varaformaður KVENN,uppfinningakona á sviði hjúkrunartækja, Dórotea Höeg Sigurðardóttir uppfinningakona og verkfræðinemi, Elinóra Inga Sigurðardóttir formaður KVENN, uppfinningakona, Svanborg R. Jónsdóttir doktorsnemi í nýsköpunarmennt, Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri, frumkvöðull á sviði nýsköpunarkennslu í íslenskum grunnskólum, Ágústína Ingvarsdóttir gjaldkeri KVENN, sálfræðingur og uppfinningakona.
Stofnfundur KVENN (erlend heiti QUIN-Iceland og IWIIN- Icelandic Women Inventors and Innovators Network), sem er tengslanet uppfinninga- og frumkvöðlakvenna var haldinn í Perlunni 11.júlí síðastliðinn. Þar voru mættar konur sem allar fást við nýsköpun á ýmsum sviðum. M.a. þær sem hafa fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir nýsköpun sína og ungar konur sem hafa tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Tengslanetið KVENN mun hafa það markmið að gera konur sýnilegri á sviði uppfinninga og frumkvöðlastarfsemi. KVENN mun verða í mjög nánu norrænu og alþjóðlegu samstarfi við að vekja athygli á nýsköpun kvenna og búa þar með til jákvæðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir.
KVENN mun leitast við að vera í samstarfi við hin ýmsu félög, skóla og atvinnulíf, til þess að ná því markmiði sínu að gera konur sýnilegri og afkastameiri á sviði uppfinninga og í frumkvöðlastarfsemi.
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.