17.8.2007 | 11:14
FÍKNF kynnt á endurmenntunarnámskeiði SKVOH
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt kynnti starfsemi sína á endurmenntunar námskeiði Samtaka kennara í viðskipta og hagfræðigreinum (SKVOH). Kynningin á FÍKNF var fléttuð aftan við skemmtilegan fyrirlestur Jennýar Jóakimsdóttur um fyrirtækjasmiðjur Junior Achievement. Í kynningunni um FÍKNF var lögð var áhersla á að FÍKNF væri fagfélag ætlað kennurum á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Félagsmönnum SKVOH var kynnt Tíran og hugmyndin á bak við hana.
Áhugavert var að heyra frá þeim framhaldsskólakennurum sem höfðu unnið JA keppnina og farið erlendis með nemendur í framhaldskeppni.
Ásgeir Valdimarsson sýndi myndir frá Berlínarferð sem hann fór með vinningshópnu sínum í JA keppninni síðastliðið vor.
Hugmyndaauðgi keppanda í úrslitakeppninni átti sér fá takmörk en hér eru tveir breskir strákar sem höfðu stofnað fyrirtæki sem tók að sér að skipuleggja íþróttamót og fínar veislur. Búningarnir eru við hæfi!
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.