Grein um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í Blaðinu

Þann 18. september 2007 birtist grein í Blaðinu um nýsköpunar- og frukvöðlamenn eftir Einar Örn Jónsson sem við fengum leyfi til að birta hér á bloggsíðu FÍKNF.

"Nýsköpun og frumkvöðlamennt Ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt í skól­um

Ýt­ir und­ir sköp­un­ar­gáf­una

 Þrátt fyr­ir að kveð­ið sé á um ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt í að­al­nám­skrá grunn- og fram­halds­skóla er þess­um þætti lít­ið sinnt hér á landi að mati Svan­borg­ar R. Jóns­dótt­ur, for­manns Fé­lags ís­lenskra kenn­ara í ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt (FÍKNF). „Það er gott að þess­ar grein­ar séu komn­ar í nám­skrár bæði grunn- og fram­halds­skóla en það fylg­ir þeim ekki svo­köll­uð tíma­út­hlut­un sem gæti ver­ið ein skýr­ing­in á því að þeim er lít­ið sinnt hér á landi þrátt fyr­ir að þær sé í náms­skrá,“ seg­ir hún.„Mér finnst að yf­ir­völd mættu fylgja nám­skránni bet­ur eft­ir og kynna þess­ar náms­grein­ar fyr­ir skóla­fólki, al­menn­ingi og at­vinnu­líf­inu. Þær geta ver­ið mjög öfl­ug­ar ef þeim er vel sinnt.“  

Önn­ur nálg­un kenn­ara

Svan­borg seg­ir að mennt­un kenn­ara hér á landi sé lít­il í ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt en bend­ir jafn­framt á að kenn­ar­ar sem sinni þess­um grein­um hafi stofn­að með sér fé­lags­skap sem með­al ann­ars hafi það að mark­miði að bæta þekk­ingu á þessu sviði. „Við höf­um feng­ið styrki til að halda nám­skeið fyr­ir kenn­ara og eins er­um við að reyna að ýta svo­lít­ið við yf­ir­völd­um um að marka að­eins skýr­ari stefnu,“ seg­ir hún. Þeir kenn­ar­ar sem á ann­að borð kynn­ast ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt fá yf­ir­leitt mik­inn áhuga á að efla þátt þeirra í skóla­starfi enn frek­ar að sögn Svan­borg­ar. „Þetta býð­ur kannski upp á svo­lít­ið aðra nálg­un fyr­ir kenn­ar­ann en í hefð­bund­inni kennslu. Það er meira byggt upp á sjálf­stæði nem­enda og að hlut­verk kenn­ar­ans sé frek­ar að að­stoða og styðja við þá en ekki að taka stjórn­ina eins og er kannski oft í öðr­um grein­um. Þá er mik­ið lagt upp úr frum­kvæði nem­enda og að þeir komi sjálf­ir með hug­mynd­ir og finni út úr hlut­un­um,“ seg­ir Svan­borg. 

Sjá meiri til­gang

Að mati Svan­borg­ar hef­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­nám mik­ið gildi til dæm­is fyr­ir börn á grunn­skóla­aldri. Þarna er ver­ið að ýta und­ir sköp­un­ar­gáf­una en skóla­kerf­ið hef­ur ver­ið svo­lít­ið gagn­rýnt fyr­ir að drepa hana of mik­ið nið­ur. Þarna fá þau líka tæki­færi til að nýta svo margt sem þau eru að læra í skól­an­um, til dæm­is list­grein­ar, stærð­fræði, ís­lensku og smíði,“ seg­ir hún. Auk þess að bjóða upp á sam­þætt­ingu ólíkra náms­greina ger­ir ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt nem­end­um kleift að hag­nýta ým­is­legt sem fram að þessu hafa að­eins ver­ið töl­ur eða orð á blaði. „Þau sjá meiri til­gang í mörgu af því sem þau eru að læra,“ seg­ir Svan­borg sem kenndi sjálf þessa náms­grein í tíu ár. Hún seg­ir að nem­end­ur hafi al­mennt ver­ið áhuga­sam­ir um nám­ið og virk­ir. „Mér fannst líka að fleiri nem­end­ur nytu sín í þessu en al­mennt. Þeir nem­end­ur sem eru á ann­að borð áhuga­sam­ir um nám eru það í flest­um grein­um en þarna voru fleiri sem nutu sín og fannst að þeir gætu gert eitt­hvað,“ seg­ir Svan­borg.  

Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skóla

Ým­is­legt gott hef­ur ver­ið gert á sviði ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt­un­ar hér á landi á und­an­förn­um ár­um og er ár­leg Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skól­anna gott dæmi um það. „Hún er hald­in einu sinni á ári hér á landi sem er mjög gott því að til dæm­is í Sví­þjóð er hún hald­in fjórða hvert ár. Keppn­in hvet­ur marga til dáða og ég held að það hafi bor­ist um 3000 hug­mynd­ir núna,“ seg­ir Svan­borg en til sam­an­burð­ar má benda á að þeg­ar keppn­in var fyrst hald­in ár­ið 1992 voru hug­mynd­irn­ar 75. Loka­hóf keppn­inn­ar verð­ur hald­ið í Graf­ar­vogs­kirkju 30. sept­emb­er næst­kom­andi og þar mun Ól­af­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Ís­lands, veita verð­laun fyr­ir bestu hug­mynd­irn­ar.  Á föstu­dag verð­ur aft­ur á móti hald­in mál­stofa um ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt á Ís­landi og í Dan­mörku í Kenn­ara­há­skóla Ís­lands. Þar mun Svan­borg fjalla um stöðu mála hér á landi og kynna FÍKNF. Þá munu kenn­ar­ar frá Kenn­ara­há­skól­an­um í Fred­riks­berg fjalla um stöðu ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt­ar í danska skóla­kerf­inu og stefnu stjórn­valda á því sviði.

Mál­stof­an fer fram í stofu E-304 og stend­ur frá kl. 14-16. Hún fer fram á ensku og er öll­um op­in."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband