Viðtal við Lasse og Ebbe

Eftir fyrirlestur Ebbe og Lasse bauð Menntamálaráðuneytið þeim út að borða á Þremur frökkum ásamt stjórn FÍKNF.

P9201483

 Lasse til vinstri og Ebbe til hægri

Lasse er fæddur í Kaupmannahöfn, 4. júní 1964. Hann er menntaður heimspekingur og uppeldisfræðingur og útskrifaðist frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1995.  Ebbe er fæddur á eyjunni Ærö 1959 en hann er menntaður barnaskólakennara.

Hvenær byrjaðuðu þið að sérhæfa ykkur í fumkvöða- og nýsköpunarfræðum?

Það var nú eiginlega fyrir tveimur árum. Þá sáum við auglýsingu í dönsku blaði þar sem verja átti talsverðu féi í þetta málefni. Þetta var 2005 en þá byrjuðum við að kenna þetta í menntunarfræðum í kennardeildinni í Kaupmannahöfn (Fredriskberg). Við vorum með verkefni  þar sem nemendur áttu að gera framtíðarsýn fyrir skóla framtíðarinnar. Við settum þetta upp sem skemmtilegan hlutverkaleik.

Hvað gerðir Lasse áður en þið hófust handar við þetta?

Já ég var kennari frá 1998.

En þú Ebbe, hvað gerðir þú áður en þið fóruð í þetta verkefni?

Já ég var kennari, að kenna hjúkrunarkonum segir Ebbe og hlær. Ég útskrifast 1996 frá uppeldisfræðum í Háskólanum í Kaupmanna. Ég kenndi mikið frá 1987 í barnaskólum.

Hvenær byrjuðu þið að vinna saman og hvað hafið þið þekkst lengi?

Það var 2002 en þá byrjuðum við að vinna saman á námskeiðum svo við höfum þekst frá þeim tíma?

Hvernig kom það til að þið komu til Íslands?

Við heyrðum frá samstarfsfélaga okkar að  að íslendingar hefðu nýsköpun- og frumkvöðlamennt í námskránni og við vildu kynna okkur það. Við vildum vita meira um þá sem eru á undan Dönum í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum.

Eftir þessa heimsókn til Ísland, var tilfinnining rétt að íslendingar hefðu forskot á Dani í þessum málum?

Já, einmitt. Þið hafið keppnir. Þið vinnið á kerfisbundinn hátt eftir aðferðum og áætlunum. Við sáum t.d. í heimsókn í grunnskóla í Keflavík að þar var mjög mikið efni tilbúið og þróað. Þar er smíði og nýsköpun tvinnuð saman. Íslendingar eru fókusaðir á afurðir, vöru eða gagnlega hluti. Danir eru meira í menningabundinni nýsköpunar, t.d. að búa til tónleika, kaffihús, leikrit o.s.frv. Danska ríksistjórnin er t.d. að biðja um þá hæfileika í öllum stofnunum þ.e. að fólk sýni frumkvæði og nýsköpun í öllum störfum.

Lasse og Ebbe hafa farið í heimsóknir víða um land, t.d. menntamálaráðuneytið, grunnskólan í Keflavík til að sjá nemendur vinna og Háskólann í Reykjvík. Síðasta ára voru þeir í Noregi og eru að leitast við að mynda tengslanet um Norðurlöndin.

Hverning fannst ykkur svo dvölin hérna í þessa viku sem þið voru?

Það er náttúrlega náttúruna, hún er ótrúleg. Það er margt mjög sérstakt, t.d. menningin sem fer 1000 ár aftur. Svo eru íslendingar að alþjóðavæðast og menningin að okkar dómi mjög dínamískst, þ.e. góð í því að tvinna saman hefð en líka að taka inn nýja hluti og læra. Það er nauðsynlegt til að lifa af í alþjóðavæðingunni og lifa af á þessari vindugu eyju segir Lasse og hlær. Lasse og Ebbe segja svo í gríni að þeir séu líka hérna til að finna út af hverju íslendingar séu svona aðgangsharðir í Danmörku og segja að hljóti að vera út af íslensku eldvirkninni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband