Hvatningarverðlaun FÍKNF fara til Framhaldsskólans á Húsavík

Mikil gróska er í starfi kennara um þessa mundir ef marka má þá áhugaverðu hluti sem kynntir voru á þriðja málþingi Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt sem bar yfirskriftina "Hugmyndaauðgi - auðlind framtíðar" en það var haldið föstudaginn 29. febrúar 2008. Þrír dagskrárliðir féllu að vísu út en það kom ekki að sök þar sem málþingsgestum gafst þá meiri tími til að ræða málin.

Arna Óskarsdóttir og Tinna Ósk Þórarinsdóttir hófu málþingið með því að kynna verkefni sitt sem hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Ísland en þær stunda nám í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Andri Heiðar Kristinsson kynnti í framhaldi af þessu starfsemi INNOVIT.

Eftir kaffi kynnti Snorri Traustason skapandi starf Waldorfskólans Sólstafa. Kolbrún Hjörleifsdóttir sagði frá nýsköpunarfantasíum og öðrum áhugaverðum þáttum í starfsemi Grunnskólans í Vík í Mýrdal. Hér sést hún fara mikinn í framsögu sinni en hún efndi til happadrættis í miðjum fyrirlestri sem verður að teljast nýstárlegt.

ivar2

Svanborg R Jónsdóttir formaður FÍKNF og doktorsnemi kynnti niðurstöður rannsóknar Leonardoskrifstofunnar á frumkvöðlamennt í starfsmenntun á Íslandi. Skýrslan kortleggur stöðu Íslands í frumkvöðlamenntun í starfs- og verkmenntun og gefur hugmynd um það hvað betur mætti fara.

Ívar Valbergsson í Framhaldsskóla Suðurnesja kynnti þverfaglegan áfanga sem farið var að stað með fyrst skemmstu en í honum er meðal annars lögð áhersla á nýsköpun og formhönnun. Ívar sagði frá fjarstýrðum vetnisbíl sem nemendur eiga að hanna og sýndi málþingsgestum dæmi um afraksturinn. Ívar kynnti einnig tvo aðra áfanga sem er boðið uppá í Framhaldsskóla Suðurnesja í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og virðist skólinn vera með eitthvert öflugasta menntaframboð á þessu sviði á framhaldsskólastigi. Athyglisvert er að kennarar með mismunandi sérhæfingu starfa saman að þessum áföngum.

Hvatningarverðlaun FÍKNF fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar runnu til Framhaldsskólann á Húsavík en þeir hafa um margra ára skeið boðið upp á frumkvöðlanám. Hér sjálst forsvarsmenn skólans, þeir Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari og Ingólfur Freysson kennari taka við verðlaununum hendi Rósu Gunnarsdóttur fundarstjóra og Svanborgar R Jónsdóttur formanns FÍKNF.

Verðlaun

Í rökstuðningi félagsins kemur m.a. fram að skólinn hafi í nærri tvo ártugi verið með námsframboð á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og sé eini framhaldsskóli landsins sem hafi nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á stefnuskrá sinni. Skólinn hafi með þeim hætti sýnt framsýni og metnað til að mennta nemendur sína til að takast á við nútímalíf, styrkja þá til frumkvæðis og nýsköpunar í eigin lífi, atvinnulífi og samfélagi.

Framhaldsaðalfundur FÍKNF var haldinn að málþinginu loknu en þar voru reikningar félagsins samþykktir fyrir rekstrarárið 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband