13.1.2009 | 18:04
Stjórnarfundur 13. janúar 2009
1. Umræða um SEET Verkefnið
Svanborg er komin aftur til starfa sem formaður og stýrði fyrsta stjórnarfundi á nýju ári. Marmið fundarins var að ræða SEET verkefnið og auka skilning stjórnarmanna á því. Í fyrra vor stukku Rósa og Svanborg á verkefnið en fengu þó upphaflega neitun sem byggðist á misskilning. Sl. nóvember fengu þær stöllur að vita að FÍKN fengi styrk til þátttöku í verkefninu með tilheyrandi haldi fyrir hjartað. Þetta er "partnership" verkefni sem endar í stærra verkefni. Verið að búa til grundvöll að frumkvöðlamennt í starfsmenntun. Tilboðið um þátttöku í þessu kom í kjölfarið á rannsóknar sem Svanborg vann fyrir Leonardoskrifstofuna á Íslandi um frumkvöðlamennt í starfs- og verkmenntun á Íslandi. Þátttakendur í SEET eru:
SYNTRA Flanders (SYNTRA Vlaanderen) Belgíu (30.000 nemendur 3.000 starfsmenn).
Senternovem Hollandi (40.000 nemendur og 4.000 starfsmenn)
AUDAX Portugal (1.000 nemendur og 20 starfsmenn)
FREE Belgíu (0 nemendur og 8 starfsmenn)
Scienter Spáni (1.200 nemendur og 24 starfsmenn)
FÍKFN Islandi (4.000 nemendur og 150 starfsmenn)
DBO Belgíu (30.000 nemendur og 3.000 starfsmenn)
WKÖ Ástralíu (72.000 nemendur og 80 starfsmenn)
Welsh Assembly Governemnt Bretland - Wales (500 nemendur og 50 starfsmenn)
Innove Estoía (1000 nemendur og 60 starfsmenn)
NHO Telemark Noregur (1.000 nemendur og 500 starfsmenn)
Svanborg og Róbert taka að sér yfirstjórn með verkefninu fyrir hönd félagsins. Varðandi ráðstefnuna n.k. mars bjóðum við þetta SEET samstarf fram.
2. Umræða um ár nýsköpunar
N.k. desember er ætlunin að safana saman best praxis dæmum um hvað er að gerast í skólastarfi í frumkvöðla og nýsköpunarmennt og halda ráðstefnu. Dæmin eru í Ingunnarskóla, hjá Kolbrúnu á Vík o.s.frv. FÍKNF ætti að hafa þarna stórt hlutverk.
3. Önnur mál
Örn tók grundvallar umræðu um hvernig hægt væri að koma styrkari stoðum undir félagið og tryggja að nýsköpunar- og frumkvöðlamenn sé kennd í skólanum. SEET verkefnið er gott og gott tækifæri en einhvernvegin þarf að skýra markmið félagsins og tilgang. Erni finnst það þurfa setja virkilega góðan pakka inn í skólana þannig að kennsla í fanginu hafi einhver áhrif og fagið fái viðkenningu innan skólakerfisins.
Framtíð nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í framhaldsskólanum er fyrirhugað efni málþingsins. Þarf að fá skólana til að sækja í sjóði til að stofan brautir í faggreininni og FÍKNF þarf að tengja saman kennarahópsins með ólíka færni og þekkingu. SEET verkefnið er á sviði starfsmenntunar, ætlað eldra fólki og þar er tengist rástefnan við framhaldsskólana.
Stefnt að FÍKNF ráðstefnu 20. mars í Háskóla Íslands. Hvernig á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt heima í skólakerfinu. Tengin við grunnskóla, háskóla og fullorðinsfræðslu. Lýðháskólahugmyndin inn í framhaldsskólana með áherslu á leiðtogaþjálfun. Starfsréttindahugmyndin. Gísli og Rósa taka að sér FÍKNF málþingið.
Sagt frá námskeiði Álftarnesskóla - 70 þátttakendur. FÍKFN á að veita umsögn um umsókn í þróunarsjóð námsgagna.
Aðalfundur er áætlaður í febrúar og verður tengdur við málþingið. Næsti stjórnarfundur 1. vika í febrúar 2009
Fundi slitið 18:00
Rósa Gunnarsdóttir
Gísli Þorsteinsson
Örn Daníel Jónsson
Svanborg Rannveig Jónsdóttir
Róbert Ferdinandsson
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.