Aðalfundur FíKNF 24.febrúar 2009

Aðalfundur FÍKNF var haldinn í Odda í HÍ þriðjudaginn 24.2.2009

 

Formaður Svanborg R Jónsdóttir setti fund.

1. Skýrsla stjórnar um starfsárið 2008 var kynnt og samþykkt.

2. Starfandi nefndir kynntu störf. Sagt frá SEET verkefninu sem er Evrópuverkfni sem félagið tekur þátt í (sjá nánar í skýrslu stjórnar).

Gísli Þorsteinsson kynnti drög að dagskrá málþingsins sem er fyrirhugað 3.apríl nk. Rætt um málþingið og væntanlega dagskrá og um staðsetningu.

Ákveðið að nefndin´móti frekari tillögur og beri undir stjórn.

3. Vegna veikinda á heimili gjaldkera var samþykkt að endurskoðaðir reikningar félagsins yrðu teknir fyrir á stjórnarfundi. Ennfremur samþykkt að fela gjaldkera að finna endurskoðanda til að fara yfir reikninga félagsins við næsta uppgjör.

4. Kjör nýrrar stjórnar. Svanborg R Jónsdóttir, Róbert Ferdinandsson, Valdimar Össurarson, Gísli Þorsteinsson og Rósa Gunnarsdóttir kjörin í aðalstjórn og Harpa Magnúsdóttir og Örn Daníel Jónsson í varastjórn.

5. Önnur mál. Umræður um framtíð félagsins og virkni.  Fundamenn veltu fyrir sér hvort komið væri til móts við þarfir þeirra er málefnið varðar, en það væri leið til að virkja þátttöku þeirra í félaginu.  Einnig veltu fundamenn fyrir sér formi funda og stærð stjórnar.  Þurfa fundir eftv. að beinast meira að ákveðnum málefnum í höndum vinnuhópa sem yrðu þá undanþegnir amstri fámennari stjórnar. 

Stjórn FÍKNF

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband