Hönnunarkeppni um einkennismerki (logo) Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FÍKNF)

 FÍKNF stendur fyrir hönnunarkeppni um merki félagsins. Þar sem ekki er víst að félagið heiti alla tíð þessu nafni þá á merkið að standa sjálfstætt án stafanna en að vera þannig að það heiti sem félagið ber (eða skammstöfun) geti staðið neðanvið eða við hlið einkennismerkisins.

Nemendur grunnskóla og framhaldsskóla eru hvattir til að taka þátt í keppninni og kennarar eru hvattir til að styðja nemendur í skapandi vinnu við að hanna merki fyrir Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Skila má tillögum í tölvutæku formi í jpg. formi eða tiff. Hámarksstærð viðhengis er 1M. Einnig má skanna handgerðar teikningar og senda sem viðhengi.

Verðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn en auk heiðursskjals verða veittar  kr 25 þúsund í verðlaun fyrir það merki sem verður fyrir valinu. Tillögum í keppnina skal skila sem viðhengi í tölvupósti til robert hjá fa.is  og skal koma fram í bréfinu nafn/nöfn nemenda (höfunda/r), skóli og hver sér um samskipti vegna úrslita. Áður en dómendur fá tillögur í hendur verða nöfn aðskilin frá tillögum til að tryggja hlutleysi í mati.

 


Fráfarandi formanni færð kveðja frá nýsköpunarmenntakennara

Þann 27.febrúar síðastliðinn færði Rita Didriksen kennari í nýsköpunarmennt fráfarandi formanni FÍKNF Svanborgu R. Jónsdóttur listilega (og lystilega) tertu með þakklætiskveðjum fyrir unnin störf í stjórn félagsins á síðustu árum.

 kakaRitu

Svanborg mun hætta störfum sem formaður á næsta aðalfundi sem átti að halda í síðust viku en var frestað til 11.mars 2010.


Hvatningarverðlaun FÍKNF 2009 fóru til Ritu Didriksen og Grunnskólans austan Vatna

Vel heppnuðu málþingi FÍKNF lauk í Odda 101 í Háskóla Íslands lauk kl rúmlega fjögur í dag 3.apríl 2009.

Björg Pétursdóttir sérfræðingur í Menntamálaráðuneyti sagði frá breytingum á námskrá framhaldsskóla og nýrri hugsun sem liggur þar að baki.

Örn Daníel Jónsson prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands velti vöngum yfir því hvort betra væri að gera ekkert eða gera eitthað við þær aðstæður sem ríkja nú í dag og komst að því að við ættum að gera eitthvað.

Svanborg R. Jónsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ skilgreindi nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og taldi slíkt námsframboð vera eitt af því sem nemendur 21.aldarinnar þurfa að eiga kost á.

Rita Didriksen sagði frá nýsköpunarmennt í Grunnskólanum austan Vatna en þar fá nemendur þjálfun í grunnfærni nýsköpunarmenntar og þegar þau koma í efri bekki að nýta þá færni í frumkvöðlamenntaverkefnum svo sem "reyklaus", "kaffihúsið" og "Verðmætasköpun í héraði". Rita kynnti m.a. nýsköpun í Íslensku sem er orðið "staðarstolt" sem hún skapaði sjálf en það er ein af áherslum frumkvöðlaáfanganna í skólanum.

Formaður félagsins og meðstjórnandi Svanborg R. Jónsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir afhentu hvatningarverðlaun FÍKNF sem að þessu sinni voru veitt Ritu Didriksen og Grunnskólanum austan Vatna. Rita og skólastjóri skólans Jóhann Bjarnason tóku við hvatningarverðlaununum á málþinginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Málþing FÍKNF 2009

Málþing félagsins verður haldið í Háskóla Íslands föstudaginn 4.apríl 2009 og verður helgað framhaldsskólastiginu að þessu sinni.

Á það skal minnt að önnur skólastig eiga samt sem áður fullt erindi á málþingið þar sem sú grunnþjálfun fer fram á leik- og grunnskólastigi þarf að taka mið af því sem gerist á framhaldsskólastigi sem og háskólastigið sem tekur við framhaldsskólanemendum.

Á dagskrá málþingsins verða erindi sem eru bæði frá grunn- og framhaldsskólum.

Heiti málþingsins er:   „Ný námskrá í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum í framhaldsskólum”              


Aðalfundur FíKNF 24.febrúar 2009

Aðalfundur FÍKNF var haldinn í Odda í HÍ þriðjudaginn 24.2.2009

 

Formaður Svanborg R Jónsdóttir setti fund.

1. Skýrsla stjórnar um starfsárið 2008 var kynnt og samþykkt.

2. Starfandi nefndir kynntu störf. Sagt frá SEET verkefninu sem er Evrópuverkfni sem félagið tekur þátt í (sjá nánar í skýrslu stjórnar).

Gísli Þorsteinsson kynnti drög að dagskrá málþingsins sem er fyrirhugað 3.apríl nk. Rætt um málþingið og væntanlega dagskrá og um staðsetningu.

Ákveðið að nefndin´móti frekari tillögur og beri undir stjórn.

3. Vegna veikinda á heimili gjaldkera var samþykkt að endurskoðaðir reikningar félagsins yrðu teknir fyrir á stjórnarfundi. Ennfremur samþykkt að fela gjaldkera að finna endurskoðanda til að fara yfir reikninga félagsins við næsta uppgjör.

4. Kjör nýrrar stjórnar. Svanborg R Jónsdóttir, Róbert Ferdinandsson, Valdimar Össurarson, Gísli Þorsteinsson og Rósa Gunnarsdóttir kjörin í aðalstjórn og Harpa Magnúsdóttir og Örn Daníel Jónsson í varastjórn.

5. Önnur mál. Umræður um framtíð félagsins og virkni.  Fundamenn veltu fyrir sér hvort komið væri til móts við þarfir þeirra er málefnið varðar, en það væri leið til að virkja þátttöku þeirra í félaginu.  Einnig veltu fundamenn fyrir sér formi funda og stærð stjórnar.  Þurfa fundir eftv. að beinast meira að ákveðnum málefnum í höndum vinnuhópa sem yrðu þá undanþegnir amstri fámennari stjórnar. 

Stjórn FÍKNF

 

Skýrsla stjórnar FÍKNF starfsárið 2008

Skýrsla stjórnar FÍKNF fyrir starfsárið 2008

Lögum félagsins var breytt í nóvember 2007 í þá veru að aðalfundir skuli fara fram eigi síðar en fyrir lok febrúarmánaðar og var því haldinn aukaaðalfundur 29.febrúar 2008. Í stjórn síðastliðins starfsárs voru Svanborg R. Jónsdóttir formaður, Harpa Magnúsdóttir ritari, Róbert Ferdinandsson gjaldkeri, Rósa Gunnarsdóttir meðstjórnandi og Gísli Þorsteinsson umsjónarmaður heimasíðu, póstlista og félagaskrár og varamenn Örn Daníel Jónsson og Valdimar Össurarson.

Félagið stóð fyrir árlegu málþingi sínu sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 29.febrúar 2008 frá kl 13-16 undir heitinu Hugmyndaauðgi – auðlind framtíðar. Málþingið sóttu alls 27 manns. Þar var veitt í fyrsta sinn viðurkenning fyrir gott starf að nýsköpunar- og frumkvöðlamenntun og var Framhaldsskólanum á Húsavík veitt viðurkenning fyrir sitt framlag.                                                                                                                            

Félagið hefur haft samstarf við ýmsa aðila, ýmist sem ráðgefandi aðili eða til að vinna sameiginlega að málefnum tengdum nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Fulltrúar félagsins hafa sótt fundi í ráðgjafanenfdn NKG og tekið þátt í matsferli við val á hugmyndum í keppninni í úrslit og til að velja vinningshugmyndir.

Formaður sótti nokkra fundi sem fulltrúi félagsins:

5.maí fundur í Orkuveituhúsinu í boði Mennta- og Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar vegna fyrirhugaðrar sýningar á tæknigripum eftir hönnun Leonardo Da Vinci.

Fundur í Alþjóðahúsi vegna Námsgagnastofnunar 24.mars 2008 um breytingar á starfsemi stofnunarinnar og þarfir í námsgagnaútgáfu.Fundur í Menntamálaráðuneyti 10.nóvember 2008 vegna árs sköpunar og nýsköpunar. Rætt var um dagskrá ársins og þátttöku FÍKNF og annarr aðila sem sóttu fundinn.Félagið stóð fyrir nokkrum námskeiðum og sótti um styrki til að geta boðið námskeiðin frítt eða kostnaðarlítið fyrir áhugasama kennara. Menntamálaráðuneytið veitti styrk til námskeiða um Umhverfislæsi, náttúra og tækni – leiðir nýsköpunarmenntar til athafna og skilnings og voru eftirtalin námskeið haldin í framhaldi af þeirri styrkveitingu:

1.  Innlegg á námskeiði skóla í GETU verkefninu þar sem nýsköpunarmennt sem leið til tækniæsis og tæki til skilnings í menntun til sjálfbærni var kynnt og framhaldsnámskeið boðið um efnið fyrir starfandi kennara. Haldið í Kennaraháskóla Íslands 16.júní 2008. Svanborg R. Jónsdóttir var með kynninguna sem um 40 manns sóttu. Heiti kynningar: Hvaða gagn er að nýsköpunarmennt fyrir menntun til sjálfbærni?

2.                  Framhaldsnámskeið fyrir kennara í leikskólanum Tjarnarsel á Reykjanesi sem vinna í verkefninu „Brúum bilið” sem er til að skapa samfellu milli leikskóla og grunnskóla. Námskeiðið var haldið 18.ágúst 2008 og var um Nýsköpunarmennt sem tæki í menntun til sjálfbærni? kynning á nýsköpun, tækni- og umhverfislæsi og verkefni unnið á staðnum með starfsfólki leikskólans.  Svanborg R Jónsdóttir kenndi á námskeiðinu sem 23 starfsmenn sóttu.3.       Námskeiðið Umhverfis og tæknilæsi með aðferðum nýsköpunarmenntar

,,Frá gráma til gleði- skólalóðin okkar”  haldið laugardaginn 30.ágúst 2008 sem var einnig framhaldsnámskeið frá 16.júní. 70 kennarar og stjórnendur sóttu námskeiðið. Boðið var upp á framhaldsnámskeið í fjarnámi og þáðu tíu kennarar þátttöku. Kennarar voru Rósa Gunnarsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir.

Þá stóð félagið fyrir námskeiðunum:

Tölvustudd þrívíddarhönnun og nýsköpun í íslenskum grunnskóla.   Námskeiðið var haldið í 25. október auk fjarnáms 2008 og var  40 stundir. Kennari var Gísli Þorsteinsson. Tölvustudd þrívíddarhönnun og nýsköpun í íslenskum framhaldsskóla.  Námskeiðið var haldið í 10. – 12. desember 2008  og  var 40 stundir. Kennari var Gísli Þorsteinsson. Á haustmánuðum barst félaginu tilkynning um að því hefði verið úthlutaður styrkur frá Leonardo skrifstofunni á Íslandi til þátttöku í Evrópuverkefninu SEET . Aðalmarkmið SEET er að hvetja þátttakendur til þess að mennta og þjálfa frumkvöðla og er undir stjórn stofnunar sem kallast Flemish Agency for Entrepreneurial Training. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og styðja viðhorf til frumkvöðlamenningar hjá aðilum sem sjá um starfsþjálfun og menntamál  til þess að efla frumkvæði og frumkvöðlaaðgerðir hjá ungu fólki.   Aðalafurð verkefnisins felst í að koma á fót alþjóðlegri þekkingarmiðstöð sem varðar hæfniþjálfun frumkvöðla. Róbert Ferdinandsson sinnti störfum formanns meðan Svanborg var í námsdvöl í Englandi frá september til desember 2008.

 


2. Stjórnarfundur FÍKNF 2009 haldinn í Odda HÍ

Mættir voru; Gísli, Harpa, Róbert, Rósa, Svanborg og Örn Daníel. fundur settur kl. 16.10 
1. Aðalfundur félagsins.
 
- Ákveðinn fundartími  24. febrúar n.k. kl. 16.00. fundarstaður Oddi HÍ 3. hæð.
-Þeir sem á fundinum voru gáfu allir kost á sér áfram í stjórn.
-Farið var yfir verkaskiptingu fyrir aðalfundinn: Svanborg hefur umsjón með skýrslu stjórnar, Örn Daníel
 sér um húsnæði, Gísli sér um auglýsingar og Róbert um reikninga og endurskoðun þeirra sem og um kaffiveitingar.  
2. SEET verkefnið.
- Ákveðið var að leita eftir því að Gunnar Geir Pétursson kennara í Framhaldsskólanum við Ármúla yrði gerður að sérstökum sendiherra félagsins í tengslum við Leonardo verkefnið SEET. Gunnar mun sækja fundi erlendis og vera þannig tengiliður FÍKNF við verkefnið. Svanborg mun fara á stjórnarfund verkefnisins í Cardif.  
3. Málþing félagsins föstudaginn 3. apríl 2009
 
-Rætt var um mikilvægi þess að gera nýsköpunar- og frumkvöðlamennt að veigameiri þætti í skólunum og nýta þyrfti öll þau tækifæri sem felast i því að 2009 er ár nýsköpunar í Evrópu. Mikilvægt er að virkja allan þann mannauð sem starfar á sviði nýsköpunar með því aðallega að læra hvaða hlutverk einstaka hópar og stofnanir gegna. Skoða þarf hlutverk Impru við
framhaldsskólana  og einnig þátt starfsmanna nýsköpunarmiðstöðvarinnar en  Rósa benti á að
starfandi eru þrír starfsmenn nýsköpunarmiðstöðvarinnar úti á landi  þ.e. í Höfn í Hornafirði,  á Húsavík og á Ísafirði. Mikilvægt væri að skoða samstarf þessara starfsmanna við framhaldsskóla bæjanna með þátttöku FÍKNF. 
-Örn Daníel benti á mikilvægi þess að þeir  aðilar sem koma að verkefna- og námsgagnagerð fái greitt fyrir vinnu sína. 
6. Erindi frá Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna um að halda sameiginlegt
 málþing.
-Ræða þarf við félag hugvitsmanna, KVENN félag kvenhugvitsmanna og Impru um aðild þeirra að
málþinginu.
4. Fundur með Anne Bamford 
-Anna Bamford hefur verið að taka út skapandi skólastarf á Íslandi og mun gera grein fyrir rannsókn sinni n.k. fimmtudag. Mun Svanborg vera fulltrúi FIKNF á þeim fundi.  
5. Ábendingar um: Good Practice for Fostering Creativity and Innovation á vegum Evrópu nefndarinnar.
 Snýst um að safna verkefnum og ýmsum gögnum sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlamennt saman í aðgengilegan gagnabanka. 
-Ákveðið var að  leggja starfsemi FÍKNF fram sem innlegg okkar Íslendinga í þennan gagnabanka.
7. Önnur mál
-Fjallað var lítillega um námskrána og þróun hennar. Skoða þarf möguleika námsbrauta í framhaldsskólum sem byggja á nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum og hvernig setja á upp kennslustoðirnar (þekking-hæfni og færni).
fundi slitið kl. 17.15

 
--
This message has been scanned for viruses and
dangerous content by
MailScanner, and is
believed to be clean.


Um SEET verkefnið

Verkefnið flest í því að hvetja þátttakendur til þess að mennta og þjálfa frumkvöðla. Það er undir stjórn stofnunar sem kallast Flemish Agency for Entrepreneurial Training. Markhópurinn er kennarar í frumkvöðlafræðum. Markmið verkefnisins er að nýta og þar með auka frumkvöðluls þekkingu, hæfni og krafta þátttakenda í þeim tilgangi að smita þessum öflum aftur til ungs fólks eða hvernig skiljið þið þessa setning:

"Its objective is to enhance the knowledge and attitudes on entrepreneurial spirits and entrepreneurship of the actors within education and training, inorder to enhance the transfer of entrepreneurial spirit and entrepreneurship to young people"

Afurð verkefnisins felst í að koma á fót alþjóðlegri þekkingarmiðstöð sem varðar hæfniþjálfun frumkvöðla.

 


Stjórnarfundur 13. janúar 2009

1. Umræða um SEET Verkefnið

Svanborg er komin aftur til starfa sem formaður og stýrði fyrsta stjórnarfundi á nýju ári. Marmið fundarins var að ræða SEET verkefnið og auka skilning stjórnarmanna á því. Í fyrra vor stukku Rósa og Svanborg á verkefnið en fengu þó upphaflega neitun sem byggðist á misskilning. Sl. nóvember fengu þær stöllur að vita að FÍKN fengi styrk til þátttöku í verkefninu með tilheyrandi haldi fyrir hjartað. Þetta er "partnership" verkefni sem endar í stærra verkefni. Verið að búa til grundvöll að frumkvöðlamennt í starfsmenntun. Tilboðið um þátttöku í þessu kom í kjölfarið á rannsóknar sem Svanborg vann fyrir Leonardoskrifstofuna á Íslandi um frumkvöðlamennt í starfs- og verkmenntun á Íslandi. Þátttakendur í SEET eru:

SYNTRA Flanders (SYNTRA Vlaanderen) Belgíu (30.000 nemendur 3.000 starfsmenn).

Senternovem Hollandi (40.000 nemendur og 4.000 starfsmenn)

AUDAX Portugal (1.000 nemendur og 20 starfsmenn)

FREE Belgíu (0 nemendur og 8 starfsmenn)

Scienter Spáni (1.200 nemendur og 24 starfsmenn)

FÍKFN Islandi (4.000 nemendur og 150 starfsmenn)

DBO Belgíu (30.000 nemendur og 3.000 starfsmenn)

WKÖ Ástralíu (72.000 nemendur og 80 starfsmenn)

Welsh Assembly Governemnt Bretland - Wales (500 nemendur og 50 starfsmenn)

Innove Estoía (1000 nemendur og 60 starfsmenn)

NHO Telemark Noregur (1.000 nemendur og 500 starfsmenn)

Svanborg og Róbert taka að sér yfirstjórn með verkefninu fyrir hönd félagsins.  Varðandi ráðstefnuna n.k. mars bjóðum við þetta SEET samstarf fram.

2. Umræða um ár nýsköpunar

N.k. desember er ætlunin að safana saman best praxis dæmum um hvað er að gerast í skólastarfi í frumkvöðla og nýsköpunarmennt og halda ráðstefnu. Dæmin eru í Ingunnarskóla, hjá Kolbrúnu á Vík o.s.frv. FÍKNF ætti að hafa þarna stórt hlutverk.

3. Önnur mál 

Örn tók grundvallar umræðu um hvernig hægt væri að koma styrkari stoðum undir félagið og tryggja að nýsköpunar- og frumkvöðlamenn sé kennd í skólanum. SEET verkefnið er gott og gott tækifæri en einhvernvegin þarf að skýra markmið félagsins og tilgang. Erni finnst það þurfa setja virkilega góðan pakka inn í skólana þannig að kennsla í fanginu hafi einhver áhrif og fagið fái viðkenningu innan skólakerfisins.

Framtíð nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í framhaldsskólanum er fyrirhugað efni málþingsins. Þarf að fá skólana til að sækja í sjóði til að stofan brautir í faggreininni og FÍKNF þarf að tengja saman kennarahópsins með ólíka færni og þekkingu. SEET verkefnið er á sviði starfsmenntunar, ætlað eldra fólki og þar er tengist rástefnan við framhaldsskólana.

Stefnt að FÍKNF ráðstefnu 20. mars í Háskóla Íslands. Hvernig á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt heima í skólakerfinu. Tengin við grunnskóla, háskóla og fullorðinsfræðslu. Lýðháskólahugmyndin inn í framhaldsskólana með áherslu á leiðtogaþjálfun. Starfsréttindahugmyndin. Gísli og Rósa taka að sér FÍKNF málþingið.

Sagt frá námskeiði Álftarnesskóla - 70 þátttakendur. FÍKFN á að veita umsögn um umsókn í þróunarsjóð námsgagna.

Aðalfundur er áætlaður í febrúar og verður tengdur við málþingið. Næsti stjórnarfundur 1. vika í febrúar 2009

Fundi slitið 18:00

Rósa Gunnarsdóttir

Gísli Þorsteinsson

Örn Daníel Jónsson

Svanborg Rannveig Jónsdóttir

Róbert Ferdinandsson

 

 


Matsferli I í Nýsköpunar keppni grunnskólanemanda

Þriðjudaginn 1. júlí 2008 lauk matsnefnd á forstigi störfum. Alls 19 manns frá hinum ýmsu stofnunum og skólum tóku þátt í ferlinu og send FÍKNF einn fulltrúa. Alls  3630 hugmyndir bárust keppninni í ár. Á forstigi er dæmt út frá raunsæi og hagnýti hugmyndanna. Niðurstaðan var sú að alls 300 hugmyndir halda áfram í matsferli II sem fer fram þriðjudaginn 8. júlí. 


Næsta síða »

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband