Hvatningarverðlaun FÍKNF fara til Framhaldsskólans á Húsavík

Mikil gróska er í starfi kennara um þessa mundir ef marka má þá áhugaverðu hluti sem kynntir voru á þriðja málþingi Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt sem bar yfirskriftina "Hugmyndaauðgi - auðlind framtíðar" en það var haldið föstudaginn 29. febrúar 2008. Þrír dagskrárliðir féllu að vísu út en það kom ekki að sök þar sem málþingsgestum gafst þá meiri tími til að ræða málin.

Arna Óskarsdóttir og Tinna Ósk Þórarinsdóttir hófu málþingið með því að kynna verkefni sitt sem hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Ísland en þær stunda nám í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Andri Heiðar Kristinsson kynnti í framhaldi af þessu starfsemi INNOVIT.

Eftir kaffi kynnti Snorri Traustason skapandi starf Waldorfskólans Sólstafa. Kolbrún Hjörleifsdóttir sagði frá nýsköpunarfantasíum og öðrum áhugaverðum þáttum í starfsemi Grunnskólans í Vík í Mýrdal. Hér sést hún fara mikinn í framsögu sinni en hún efndi til happadrættis í miðjum fyrirlestri sem verður að teljast nýstárlegt.

ivar2

Svanborg R Jónsdóttir formaður FÍKNF og doktorsnemi kynnti niðurstöður rannsóknar Leonardoskrifstofunnar á frumkvöðlamennt í starfsmenntun á Íslandi. Skýrslan kortleggur stöðu Íslands í frumkvöðlamenntun í starfs- og verkmenntun og gefur hugmynd um það hvað betur mætti fara.

Ívar Valbergsson í Framhaldsskóla Suðurnesja kynnti þverfaglegan áfanga sem farið var að stað með fyrst skemmstu en í honum er meðal annars lögð áhersla á nýsköpun og formhönnun. Ívar sagði frá fjarstýrðum vetnisbíl sem nemendur eiga að hanna og sýndi málþingsgestum dæmi um afraksturinn. Ívar kynnti einnig tvo aðra áfanga sem er boðið uppá í Framhaldsskóla Suðurnesja í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og virðist skólinn vera með eitthvert öflugasta menntaframboð á þessu sviði á framhaldsskólastigi. Athyglisvert er að kennarar með mismunandi sérhæfingu starfa saman að þessum áföngum.

Hvatningarverðlaun FÍKNF fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar runnu til Framhaldsskólann á Húsavík en þeir hafa um margra ára skeið boðið upp á frumkvöðlanám. Hér sjálst forsvarsmenn skólans, þeir Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari og Ingólfur Freysson kennari taka við verðlaununum hendi Rósu Gunnarsdóttur fundarstjóra og Svanborgar R Jónsdóttur formanns FÍKNF.

Verðlaun

Í rökstuðningi félagsins kemur m.a. fram að skólinn hafi í nærri tvo ártugi verið með námsframboð á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og sé eini framhaldsskóli landsins sem hafi nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á stefnuskrá sinni. Skólinn hafi með þeim hætti sýnt framsýni og metnað til að mennta nemendur sína til að takast á við nútímalíf, styrkja þá til frumkvæðis og nýsköpunar í eigin lífi, atvinnulífi og samfélagi.

Framhaldsaðalfundur FÍKNF var haldinn að málþinginu loknu en þar voru reikningar félagsins samþykktir fyrir rekstrarárið 2007.


Aðalfundur FÍKNF

Aðalfundur FÍKNF var haldinn föstudaginn 30. nóvember þar sem farið var yfir skýrslu stjórnar sem var samþykkt. Lögum félagsins var breytt á þá vegu að aðalfundur félagsins færist til febrúar ár hvert þannig að reiknisár félagsins sé almanaksárið. Framhaldsaðfundur verður í febrúar n.k. Mætt voru Svanborg Jónsdóttir formaður, Róbert Ferdinandsson gjaldkeri, Gísli Thorsteinsson doktorsnemi, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir kennari í Iðnskólanum og Valdimar Össurarson formaður nefndar um tæknisafn. Valdimar Össurarsson tók við af Agli Magnússyni í varastjórninni. Valdimar kynnti fyrirhugað tæknisafn. Endurskoðendur verða valdir fyrir næsta fund þar sem endurskoðaðir reikningar félagsins verða lagðir fram.


Tengsl við atvinnulíf í skólastarfi

Námskeiðið Tengsl við atvinnulíf í skólastarfi var haldið í KHÍ dagana 16. og 17.nóvember, kennarar voru Svanborg R. Jónsdóttir og Gísli Þorsteinsson. Seinni dagur námskeiðsins var um notkun forritsins Prodesktop í nýsköpunarvinnu. Þátttakendur á námskeiðinu voru kennarar af höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Suðurnesjum og Borgarnesi. Fullt var á námskeiðið og biðlisti er eftir næsta námskeiði.

fullt

Frumkvöðlamót á Hótel Borg

"Föstudaginn 19. október efna Samtök atvinnulífsins, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins til frumkvöðlamóts á Hótel Borg. Þar mun bandaríski fyrirlesarinn Larry Farrell fjalla um hvernig megi auka hagvöxt á Íslandi og skapa viðvarandi velmegun en hann telur það aðeins mögulegt með því að örva nýsköpun og efla frumkvöðlaanda meðal íslensku þjóðarinnar - íslenskra stjórnenda og stjórnmálamanna." Sjá nánar um frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.

Viðtal við Lasse og Ebbe

Eftir fyrirlestur Ebbe og Lasse bauð Menntamálaráðuneytið þeim út að borða á Þremur frökkum ásamt stjórn FÍKNF.

P9201483

 Lasse til vinstri og Ebbe til hægri

Lasse er fæddur í Kaupmannahöfn, 4. júní 1964. Hann er menntaður heimspekingur og uppeldisfræðingur og útskrifaðist frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1995.  Ebbe er fæddur á eyjunni Ærö 1959 en hann er menntaður barnaskólakennara.

Hvenær byrjaðuðu þið að sérhæfa ykkur í fumkvöða- og nýsköpunarfræðum?

Það var nú eiginlega fyrir tveimur árum. Þá sáum við auglýsingu í dönsku blaði þar sem verja átti talsverðu féi í þetta málefni. Þetta var 2005 en þá byrjuðum við að kenna þetta í menntunarfræðum í kennardeildinni í Kaupmannahöfn (Fredriskberg). Við vorum með verkefni  þar sem nemendur áttu að gera framtíðarsýn fyrir skóla framtíðarinnar. Við settum þetta upp sem skemmtilegan hlutverkaleik.

Hvað gerðir Lasse áður en þið hófust handar við þetta?

Já ég var kennari frá 1998.

En þú Ebbe, hvað gerðir þú áður en þið fóruð í þetta verkefni?

Já ég var kennari, að kenna hjúkrunarkonum segir Ebbe og hlær. Ég útskrifast 1996 frá uppeldisfræðum í Háskólanum í Kaupmanna. Ég kenndi mikið frá 1987 í barnaskólum.

Hvenær byrjuðu þið að vinna saman og hvað hafið þið þekkst lengi?

Það var 2002 en þá byrjuðum við að vinna saman á námskeiðum svo við höfum þekst frá þeim tíma?

Hvernig kom það til að þið komu til Íslands?

Við heyrðum frá samstarfsfélaga okkar að  að íslendingar hefðu nýsköpun- og frumkvöðlamennt í námskránni og við vildu kynna okkur það. Við vildum vita meira um þá sem eru á undan Dönum í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum.

Eftir þessa heimsókn til Ísland, var tilfinnining rétt að íslendingar hefðu forskot á Dani í þessum málum?

Já, einmitt. Þið hafið keppnir. Þið vinnið á kerfisbundinn hátt eftir aðferðum og áætlunum. Við sáum t.d. í heimsókn í grunnskóla í Keflavík að þar var mjög mikið efni tilbúið og þróað. Þar er smíði og nýsköpun tvinnuð saman. Íslendingar eru fókusaðir á afurðir, vöru eða gagnlega hluti. Danir eru meira í menningabundinni nýsköpunar, t.d. að búa til tónleika, kaffihús, leikrit o.s.frv. Danska ríksistjórnin er t.d. að biðja um þá hæfileika í öllum stofnunum þ.e. að fólk sýni frumkvæði og nýsköpun í öllum störfum.

Lasse og Ebbe hafa farið í heimsóknir víða um land, t.d. menntamálaráðuneytið, grunnskólan í Keflavík til að sjá nemendur vinna og Háskólann í Reykjvík. Síðasta ára voru þeir í Noregi og eru að leitast við að mynda tengslanet um Norðurlöndin.

Hverning fannst ykkur svo dvölin hérna í þessa viku sem þið voru?

Það er náttúrlega náttúruna, hún er ótrúleg. Það er margt mjög sérstakt, t.d. menningin sem fer 1000 ár aftur. Svo eru íslendingar að alþjóðavæðast og menningin að okkar dómi mjög dínamískst, þ.e. góð í því að tvinna saman hefð en líka að taka inn nýja hluti og læra. Það er nauðsynlegt til að lifa af í alþjóðavæðingunni og lifa af á þessari vindugu eyju segir Lasse og hlær. Lasse og Ebbe segja svo í gríni að þeir séu líka hérna til að finna út af hverju íslendingar séu svona aðgangsharðir í Danmörku og segja að hljóti að vera út af íslensku eldvirkninni.

 


Fyrirlestur Lasse Skånstrøm og Ebbe Kromann í Kennarháskólanum.

Svanborg R. Jónsdóttir flutti í upphafi fyrirlestur um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar í íslenska skólakerfinu. Farið var yfir hvað nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni væru í gangi á Íslandi og hvaða hindrunum fagið mætti. Í umræðum kom fram að nokkur munur væri á áherslum í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt milli Danmörku og Íslands þar sem þrýstingurinn á þessari kennslu kæmi frá stjórnvöldum í Danmörku en grasrót kennara hér á Íslandi. Þetta má skýra m.a. af þeirri ólíku menntamenningu Dana og Íslendinga þar sem Danir hafa raunverulega trú á hagnýtingu þekkingar á meðan Íslendingar geta reitt sig á aðrar auðlindir.

Anna Kristín Sigurdóttir stýrði fundinum.

Lasse Skånstrom (sjá grein sem hann dreifði) varpaði fram þeirri spurningu hvað nýsköpunar- og frumkvöðlamennt væri og svaraði því að þetta væri ný kennslufræðileg hugmyndafræði og aðferðafræði um það hvernig nemendur lærðu. Umræðan um nýsköpunar- og frumkvöðlakennslu í Danmörku snýst um það að hvað leiti efnið og færni nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar nýttist. Lasse tók dæmi um nokkrar hugmyndafræðilegar breytingu sem frumkvöðlakennarinn þarf að vera meðvitaður um og rökstuddi að það hefur átt sér viss þróun frá því að litið er á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem námsefni til náms sem reynir á verklega hæfileika krakka.

Ebbe Kromann ræddi um það að nýsköpunar- og frumkvöðlamenntin þyrfti að koma sér upp tungumáli til að öðlast virðingu samfélagsins. Hann svaraði m.a. þeirri spurningu hvort nýsköpunar- og frumkvöðlakennsla skilaði árangir og hann svaraði að svo væri. Nemendur í grunskóla gætu t.d. leyst verkefni á borð við það að búa til leik fyrir yngri krakka sem verður að teljast áhugaverð afurð. Þeir leysa raunhæf verkefni t.d. í sögu þar sem þeir nota söguþekkinguna til að skemmta sér í hlutverkaleik. Þar hefur þekkingin öðlast hagnýtan tilgang og fer út fyrir þau leiðindi sem fylgir skriflegum lokaprófum. Verkefnin byggja á framtíðasýn en ekki endilega vandamáli. Þannig aðgreinir nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sig frá lausnarleitinni. Námið er stýrt af framtíðarsýn. "Við ætlum að nýta þekkingu okkar til að setja leikrit á svið", gæti hinn framsýni fyrirnemandi sagt!

Ráðleggingar Lasse og Ebbe til íslendinga voru þær að fella nýsköpunar- og frumkvöðlafræði inn í öll fög. Í starðfræðinni, sögunni o.s.frv.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Grein um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í Blaðinu

Þann 18. september 2007 birtist grein í Blaðinu um nýsköpunar- og frukvöðlamenn eftir Einar Örn Jónsson sem við fengum leyfi til að birta hér á bloggsíðu FÍKNF.

"Nýsköpun og frumkvöðlamennt Ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt í skól­um

Ýt­ir und­ir sköp­un­ar­gáf­una

 Þrátt fyr­ir að kveð­ið sé á um ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt í að­al­nám­skrá grunn- og fram­halds­skóla er þess­um þætti lít­ið sinnt hér á landi að mati Svan­borg­ar R. Jóns­dótt­ur, for­manns Fé­lags ís­lenskra kenn­ara í ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt (FÍKNF). „Það er gott að þess­ar grein­ar séu komn­ar í nám­skrár bæði grunn- og fram­halds­skóla en það fylg­ir þeim ekki svo­köll­uð tíma­út­hlut­un sem gæti ver­ið ein skýr­ing­in á því að þeim er lít­ið sinnt hér á landi þrátt fyr­ir að þær sé í náms­skrá,“ seg­ir hún.„Mér finnst að yf­ir­völd mættu fylgja nám­skránni bet­ur eft­ir og kynna þess­ar náms­grein­ar fyr­ir skóla­fólki, al­menn­ingi og at­vinnu­líf­inu. Þær geta ver­ið mjög öfl­ug­ar ef þeim er vel sinnt.“  

Önn­ur nálg­un kenn­ara

Svan­borg seg­ir að mennt­un kenn­ara hér á landi sé lít­il í ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt en bend­ir jafn­framt á að kenn­ar­ar sem sinni þess­um grein­um hafi stofn­að með sér fé­lags­skap sem með­al ann­ars hafi það að mark­miði að bæta þekk­ingu á þessu sviði. „Við höf­um feng­ið styrki til að halda nám­skeið fyr­ir kenn­ara og eins er­um við að reyna að ýta svo­lít­ið við yf­ir­völd­um um að marka að­eins skýr­ari stefnu,“ seg­ir hún. Þeir kenn­ar­ar sem á ann­að borð kynn­ast ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt fá yf­ir­leitt mik­inn áhuga á að efla þátt þeirra í skóla­starfi enn frek­ar að sögn Svan­borg­ar. „Þetta býð­ur kannski upp á svo­lít­ið aðra nálg­un fyr­ir kenn­ar­ann en í hefð­bund­inni kennslu. Það er meira byggt upp á sjálf­stæði nem­enda og að hlut­verk kenn­ar­ans sé frek­ar að að­stoða og styðja við þá en ekki að taka stjórn­ina eins og er kannski oft í öðr­um grein­um. Þá er mik­ið lagt upp úr frum­kvæði nem­enda og að þeir komi sjálf­ir með hug­mynd­ir og finni út úr hlut­un­um,“ seg­ir Svan­borg. 

Sjá meiri til­gang

Að mati Svan­borg­ar hef­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­nám mik­ið gildi til dæm­is fyr­ir börn á grunn­skóla­aldri. Þarna er ver­ið að ýta und­ir sköp­un­ar­gáf­una en skóla­kerf­ið hef­ur ver­ið svo­lít­ið gagn­rýnt fyr­ir að drepa hana of mik­ið nið­ur. Þarna fá þau líka tæki­færi til að nýta svo margt sem þau eru að læra í skól­an­um, til dæm­is list­grein­ar, stærð­fræði, ís­lensku og smíði,“ seg­ir hún. Auk þess að bjóða upp á sam­þætt­ingu ólíkra náms­greina ger­ir ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt nem­end­um kleift að hag­nýta ým­is­legt sem fram að þessu hafa að­eins ver­ið töl­ur eða orð á blaði. „Þau sjá meiri til­gang í mörgu af því sem þau eru að læra,“ seg­ir Svan­borg sem kenndi sjálf þessa náms­grein í tíu ár. Hún seg­ir að nem­end­ur hafi al­mennt ver­ið áhuga­sam­ir um nám­ið og virk­ir. „Mér fannst líka að fleiri nem­end­ur nytu sín í þessu en al­mennt. Þeir nem­end­ur sem eru á ann­að borð áhuga­sam­ir um nám eru það í flest­um grein­um en þarna voru fleiri sem nutu sín og fannst að þeir gætu gert eitt­hvað,“ seg­ir Svan­borg.  

Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skóla

Ým­is­legt gott hef­ur ver­ið gert á sviði ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt­un­ar hér á landi á und­an­förn­um ár­um og er ár­leg Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skól­anna gott dæmi um það. „Hún er hald­in einu sinni á ári hér á landi sem er mjög gott því að til dæm­is í Sví­þjóð er hún hald­in fjórða hvert ár. Keppn­in hvet­ur marga til dáða og ég held að það hafi bor­ist um 3000 hug­mynd­ir núna,“ seg­ir Svan­borg en til sam­an­burð­ar má benda á að þeg­ar keppn­in var fyrst hald­in ár­ið 1992 voru hug­mynd­irn­ar 75. Loka­hóf keppn­inn­ar verð­ur hald­ið í Graf­ar­vogs­kirkju 30. sept­emb­er næst­kom­andi og þar mun Ól­af­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Ís­lands, veita verð­laun fyr­ir bestu hug­mynd­irn­ar.  Á föstu­dag verð­ur aft­ur á móti hald­in mál­stofa um ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt á Ís­landi og í Dan­mörku í Kenn­ara­há­skóla Ís­lands. Þar mun Svan­borg fjalla um stöðu mála hér á landi og kynna FÍKNF. Þá munu kenn­ar­ar frá Kenn­ara­há­skól­an­um í Fred­riks­berg fjalla um stöðu ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðla­mennt­ar í danska skóla­kerf­inu og stefnu stjórn­valda á því sviði.

Mál­stof­an fer fram í stofu E-304 og stend­ur frá kl. 14-16. Hún fer fram á ensku og er öll­um op­in."


Flug sköpunarstéttanna

Í fréttum Stöðvar 2 (frá 10. september 2007) er sagt frá því að Íslendingar séu í fremstu röð samkvæmt bandarískum list í því sem kalla má "hnattræn sköpunargáfa". Bandaríski prófessorin Richard Florida hrósar Íslendingum í hástert fyrir sköpunarþrótt í nýlegri metsölubók sem kallast "Flug sköpunarstéttanna". Hér er fréttin:

 http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=b705022a-614f-4bd7-92f0-43b75ea4901b&mediaClipID=9967d2ca-bc47-45d9-b70f-32a07cbfc48b

Daginn eftir birtist áhugaverð skýring á velgengni íslensku útrásarfyrirtækja sem sjá má í þessari frétt á vísi.is.

 http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=5987cc7a-c043-493b-bc86-7ec0339a695b&mediaClipID=1750f8e2-fa22-41db-8a7d-d83443d4b906

 Íslendingar eru þá svona umburðalyndir! Það skýrir þessa meintu velgengni Wink

 


"... og þetta tengdist bara öllu"

Málstofa um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á Íslandi og Danmörku

verður haldin í Kennaraháskóla Íslands í stofu E-304 föstudaginn 21.september kl 14-16

Ég var einu sinni í skóla á Egilsstöðum og var þá í nýsköpun. Við vorum að skapa eitthvað og búa til og það var rosa gaman. Mér fannst þetta vera list og verkgrein og þetta tengdist bara öllu. Þetta tengdist tækni, náttúrufræði, stærðfræði, myndmennt og smíði, bara allt í einu. (Tilvitnun í nemanda úr rannsóknum) 

Dagksrá málstofu:

1. Staða  nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í íslenska skólakerfinu - Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt  (FÍKNF) kynnt .  

Formaður  FÍKNF Svanborg R Jónsdóttir kynnir . 

2.  Staða nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í danska skólakerfinu  - Ebbe Kromann segir frá starfi sínu og félaga í Kennaraskólanum við Fredriksberg og stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í danska skólakerfinu og stefnu stjórnvalda á þessu sviði.

3. Fyrirspurnir og umræður.

Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin

kaffi á könnunni

 

 

Námskeið á Hofsósi

Eins dags námskeið í nýsköpunarmennt var haldið í Grunnskólanum á Hofsósi fyrir starfandi kennara miðvikudaginn 22.ágúst sl. en það sóttu 10 kennarar úr Grunnskólanum að Hólum, Grunnskólanum á Hofsósi og á Sólgörðum. Enn bættist við félagatal FÍKNF þar sem sjö þátttakendur kusa að gagna í félagið. Námskeiðið þótti takast vel en reiknað er með framhaldi í nóvember. Kennararnir sem sóttu námskeiðið reyndust hugmyndaríkir og frumlegir og sjást hér með veggmyndir af vörum sem eiga eftir að slá í gegn. Stjórnandi námskeiðsins var Svanborg R. Jónsdóttir formaður FÍKNF.

ÞátttakendurHofsós


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband