7.2.2007 | 21:30
Stjórnarfundur FÍKNF
Í dag var haldinn stjórnarfundur í Félagi íslenskra kennara í nýsköpunar og frumkvöðlamennt. Tilgangur fundarins var að undirbúa dagskrá málþings félagsins sem verður þann 23. mars nk. Fundarmenn fóru í hugarflug um heiti ráðstefnunnar og efni hennar nánar útfært. Ljóst er að ráðstefnan verður í Kennaraháskólanum (v. Bolholt) og unnið verður í vinnustofum (workshop).
Bloggar | Breytt 13.2.2007 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 18:23
Í hvaða framhaldsskólum er frumkvöðlafræði kennd á þessari önn?
Á síðasta stjórnarfundi FÍKNF sem haldinn var 7. janúar sagði einn stjórnarmaður frá upphringingu kennara sem var að fara að kenna frumkvöðlafræðslu í framhaldsskóla. Hann spurði hvar á landinu væri verið að kenna fagið á þessari önn en meintur stjórnarmaður vissi hreinlega ekki svarið. Í tengslum við þessa fyrirspurn datt okkur í stjórn FÍKNF að það þyrfti að vera til gagnvirk fréttaveita sem segði frá hvað væri að gerast í nýsköpunar- og frumkvöðlamálum í skólakerfinu. Ákveðið var að FÍKNF héldi vefdagbók þar sem áhugasamir félagsmenn gætu tekið þátt í umræðu, sagt frá því hvað væri að gerast hjá sér í kennslunni og jafnvel sýnt ljósmyndir af starfinu. FÍKNF vill styðja á bak við þá nýsköpunar- og frumkvöðlakennara sem eru að gera góða hluti og skapa grundvöll fyrir því að þeir deili með sér þeirri þekkingu og þeirri reynslu sem safnast hefur upp í greininni (knowledge sharing).
Bloggar | Breytt 17.1.2007 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Færsluflokkar
Tenglar
Heimasíður
http://www.inet.is/fiknf/
- JA Junior Achivement
- Snilliheimar Nýsköpunarsíða Jónu Bjarkar Jónsdóttur
- FORM Samtök hönnuða Form Ísland
- Nýsköpunarkeppni grunnskólanna NKG
- FÍKNF
- Impra á Nýsköpunarmiðstöð Impra á Nýsköpunarmiðstöð veitir upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er annað kjarnasviða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar