Stjórnarfundur FÍKNF

Í dag var haldinn stjórnarfundur í Félagi íslenskra kennara í nýsköpunar og frumkvöðlamennt. Tilgangur fundarins var að undirbúa dagskrá málþings félagsins sem verður þann 23. mars nk. Fundarmenn fóru í hugarflug um heiti ráðstefnunnar og efni hennar nánar útfært. Ljóst er að ráðstefnan verður í Kennaraháskólanum (v. Bolholt) og unnið verður í vinnustofum (workshop).

Í hvaða framhaldsskólum er frumkvöðlafræði kennd á þessari önn?

Á síðasta stjórnarfundi FÍKNF sem haldinn var 7. janúar sagði einn stjórnarmaður frá upphringingu kennara sem var að fara að kenna frumkvöðlafræðslu í framhaldsskóla. Hann spurði hvar á landinu væri verið að kenna fagið á þessari önn en meintur stjórnarmaður vissi hreinlega ekki svarið. Í tengslum við þessa fyrirspurn datt okkur í stjórn FÍKNF að það þyrfti að vera til gagnvirk fréttaveita sem segði frá hvað væri að gerast í nýsköpunar- og frumkvöðlamálum í skólakerfinu. Ákveðið var að FÍKNF héldi vefdagbók þar sem áhugasamir félagsmenn gætu tekið þátt í umræðu, sagt frá því hvað væri að gerast hjá sér í kennslunni og jafnvel sýnt ljósmyndir af starfinu. FÍKNF vill styðja á bak við þá nýsköpunar- og frumkvöðlakennara sem eru að gera góða hluti og skapa grundvöll fyrir því að þeir deili með sér þeirri þekkingu og þeirri reynslu sem safnast hefur upp í greininni (knowledge sharing).

« Fyrri síða

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband