Fyrirlestur Lasse Skånstrøm og Ebbe Kromann í Kennarháskólanum.

Svanborg R. Jónsdóttir flutti í upphafi fyrirlestur um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar í íslenska skólakerfinu. Farið var yfir hvað nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni væru í gangi á Íslandi og hvaða hindrunum fagið mætti. Í umræðum kom fram að nokkur munur væri á áherslum í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt milli Danmörku og Íslands þar sem þrýstingurinn á þessari kennslu kæmi frá stjórnvöldum í Danmörku en grasrót kennara hér á Íslandi. Þetta má skýra m.a. af þeirri ólíku menntamenningu Dana og Íslendinga þar sem Danir hafa raunverulega trú á hagnýtingu þekkingar á meðan Íslendingar geta reitt sig á aðrar auðlindir.

Anna Kristín Sigurdóttir stýrði fundinum.

Lasse Skånstrom (sjá grein sem hann dreifði) varpaði fram þeirri spurningu hvað nýsköpunar- og frumkvöðlamennt væri og svaraði því að þetta væri ný kennslufræðileg hugmyndafræði og aðferðafræði um það hvernig nemendur lærðu. Umræðan um nýsköpunar- og frumkvöðlakennslu í Danmörku snýst um það að hvað leiti efnið og færni nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar nýttist. Lasse tók dæmi um nokkrar hugmyndafræðilegar breytingu sem frumkvöðlakennarinn þarf að vera meðvitaður um og rökstuddi að það hefur átt sér viss þróun frá því að litið er á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem námsefni til náms sem reynir á verklega hæfileika krakka.

Ebbe Kromann ræddi um það að nýsköpunar- og frumkvöðlamenntin þyrfti að koma sér upp tungumáli til að öðlast virðingu samfélagsins. Hann svaraði m.a. þeirri spurningu hvort nýsköpunar- og frumkvöðlakennsla skilaði árangir og hann svaraði að svo væri. Nemendur í grunskóla gætu t.d. leyst verkefni á borð við það að búa til leik fyrir yngri krakka sem verður að teljast áhugaverð afurð. Þeir leysa raunhæf verkefni t.d. í sögu þar sem þeir nota söguþekkinguna til að skemmta sér í hlutverkaleik. Þar hefur þekkingin öðlast hagnýtan tilgang og fer út fyrir þau leiðindi sem fylgir skriflegum lokaprófum. Verkefnin byggja á framtíðasýn en ekki endilega vandamáli. Þannig aðgreinir nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sig frá lausnarleitinni. Námið er stýrt af framtíðarsýn. "Við ætlum að nýta þekkingu okkar til að setja leikrit á svið", gæti hinn framsýni fyrirnemandi sagt!

Ráðleggingar Lasse og Ebbe til íslendinga voru þær að fella nýsköpunar- og frumkvöðlafræði inn í öll fög. Í starðfræðinni, sögunni o.s.frv.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Höfundur

Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kakaRitu
  • fadm
  • ivar2
  • ivar2
  • ivar1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband